Minnum á nýtingu hvatapeninga
Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2023 fyrir áramót. Kvittunum þarf að skila sem fyrst í þjónustuver Garðabæjar þegar það á við og gott að skila inn fyrir jól.
-
Hvatapeningar fyrir 5-18 ára
Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2023 fyrir áramót. Kvittunum þarf að skila sem fyrst í þjónustuver Garðabæjar þegar það á við og gott að skila inn fyrir jól eða í síðasta lagi 28. desember nk. Kvittanir má líka senda á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is
Hvatapeningar ársins 2023 eru 55.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2005-2018.
Athugið að hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót. Það þýðir að ráðstafa verður hvatapeningum fyrir áramót og skila inn kvittun til endurgreiðslu þegar það á við. Hvatapeningar ársins 2023 eru aðeins greiddir út á árinu 2023.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki. Undantekning er 5 og 6 ára börn þar sem lágmarkstímalengd námskeiða er 20 kennslustundir óháð vikufjölda. Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 2005, 2006 og 2007 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð.
Til að sjá nýtingu hvatapeninga fyrir árið geta foreldrar/forráðamenn skráð sig inn á þjónustugátt Garðabæjar og valið þar flipann ,,Hvatapeningar“ til að sjá stöðu hvatapeninga ársins hjá hverju barni.
Tvær leiðir til að nýta hvatapeninga
Ekki þarf lengur að úthluta hvatapeningum á þjónustugátt Garðabæjar. Ef félag sem barnið er að iðka tómstundir hjá er tengt Nóra/Sportabler skráningarkerfinu á að nýta hvatapeninga beint í gegnum Nóra/Sportabler kerfið. Þá er hakað í að nota hvatapeninga og æfingargjöldin lækka sem nemur inneign hvatapeninga.
Til að nýta hvatapeningana til félaga sem ekki eru tengd Nóra/Sportabler er hægt að koma með reikning frá félaginu í þjónustuver Garðabæjar og fá hvatapeninga endurgreidda. Athugið að best er að koma með kvittun sem fyrst í þjónustuverið á Garðatorgi 7 eða senda á netfang Garðabæjar gardabaer@gardabaer.is. Einnig þurfa að fylgja upplýsingar um upphæð hvatapeninga sem á að nýta sem og upplýsingum um hvert á að endurgreiða.
Sjá einnig nánari upplýsingar um hvatapeninga hér á vef Garðabæjar.