28. okt. 2024

Minnum börnin á að nota göngu- og hjólastíga

Foreldrar eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að velja örugga leið til og frá Miðgarði.

Töluvert hefur borið á því að börn fari á hjólum og hlaupahjólum um Vetrarbraut á leið sinni í og úr íþróttahúsinu Miðgarði í stað þess að nota göngu- og hjólastíga. Að því tilefni sendi Garðabær bréf á foreldra og forráðafólks grunnskólabarna í bænum þar sem fólk er hvatt til að brýna fyrir börnum sínum að velja örugga leið til og frá íþróttahúsinu í Vetrarmýri.

Í Vetrarmýri er mikið byggingarsvæði með tilheyrandi umferð stórra bíla og vinnuvéla. Garðabær kappkostar að tryggja öryggi gangandi vegfaranda við svæðið og girðing hefur verið sett upp til að beina gangandi og hjólandi umferð á stíga.

Á meðfylgjandi mynd hér fyrir ofan má sjá hvernig stígar við íþróttahúsið liggja.

Hjálpumst að við að tryggja öryggi barnanna og minnum þau á að nota göngu- og hjólastígana okkar.