Munum að nýta hvatapeningana
Hvatapeningar ársins 2024 eru 55.000 krónur á barn og þá má nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega.
-
Hvatapeningar ársins 2024 eru aðeins greiddir út á árinu 2024.
Nú þegar áramótin nálgast er forráðafólk barna og unglinga í Garðabæ minnt á að nýta hvatapeninga ársins 2024 fyrir áramót. Kvittunum á að skila fyrir lokun þjónustuvers Garðabæjar þann 17. desember. Ónýttir hvatapeningar geymast ekki milli ára.
Hvatapeningar ársins 2024 eru 55.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga. Hægt er að sækja um 15.000 kr. til viðbótar ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiði, það er gert í gegnum þjónustugátt Garðabæjar.
Allar upplýsingar og reglur um hvatapeninga má nálgast hérna.
Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.
Árið 2025 verða hvatapeningar fyrir hvert barn 60.000 krónur.