15. ágú. 2025

Munum eftir skutlvösunum

Skutlvösum er ætlað að draga úr umferðarálagi við skólana og bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

  • Skutlvasi_baejarbraut

Nú styttist í skólabyrjun og af því tilefni minnum við foreldra, forráðafólk og öll þau sem eru að skutla börnum í skólann að nota skutlvasana svokölluðu.

Skutlvasar eru á þremur stöðum í Garðabæ; við Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla og Flataskóla. Þeim er ætlað að draga úr umferðarálagi við skólana og bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skutlvasann á Bæjarbraut, göngustígur liggur frá honum að Hofsstaðaskóla.

Skutlvasi_baejarbraut

Skutl_hofsstadaskoli