Mynda Garðabæ í háskerpu
Þessa vikuna fer fyrirtækið COWI (áður Mannvit) um allan Garðabæ og tekur háskerpumyndir af götum fyrir gagnasafn þeirra.
-
Miðbær Garðabæjar
COWI MultiViewer er gagnasafn af háskerpu götumyndum hverja 7 metra og myndirnar uppfærast á 2ja ára fresti. Myndirnar eru sambærilegar myndum sem teknar hafa verið fyrir Google og Já.
Allar persónugeranlegar myndir verða afmáðar.
Verkefnið byrjaði í Danmörku 2016 og er nú komið til bæði Grænlands og Færeyja. Ísland er þeirra næsta verkefni og var ákveðið að byrja í Garðabæ.