25. nóv. 2022

Nafnið Urri valið á nemendaþingi

Þann 17. nóvember var haldið svokallað nemendaþing í Urriðaholtsskóla fyrir nemendur í 5.- 8. bekk. Markmið þingsins var að fá hugmyndir frá nemendum hvernig þau vilja hafa félagmiðstöðina í Urriðaholtsskóla.

  • Nemendaþing um félagsmiðstöðina í Urriðaholti.
    Nemendaþing um félagsmiðstöðina í Urriðaholti.

Þann 17. nóvember var haldið svokallað nemendaþing í Urriðaholtsskóla fyrir nemendur í 5.- 8. bekk. Markmið þingsins var að fá hugmyndir frá nemendum hvernig þau vilja hafa félagmiðstöðina í Urriðaholtsskóla.

Eftir hugmyndavinnu og kosningar þá varð ljóst að félagsmiðstöðin mun bera nafnið Urri og opnunartími hennar til að byrja með verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17:00-19:00.

Félagsmiðstöðin verður inn í skólanum og þau labba inn sama inngang og þau gera á skólatíma.

Félagsmiðstöðin opnar formlega þriðjudaginn 29. nóvember nk. þar sem dagskráin verður hugmyndakvöld. Þá geta nemendur komið með hugmyndir t.d. hvaða spil þau vilja hafa í félagsmiðstöðinni, hvaða tölvuleiki o.fl. 

Þá er einnig hafin lógó keppni fyrir félagsmiðstöðina. Þar fá nemendur tækifæri til þess að hanna lógó sem þeim finnst flott og passa við nafnið Urri. Það verða svo nemendur í 5.- 8. bekk sem kjósa um hvaða lógó skal nota.

Nemendaþing um félagsmiðstöðina í Urriðaholti.