14. sep. 2021

Nemar í leikskólakennarafræðum

Garðabær leggur áherslu að styðja vel við nýliðun leikskólakennara til að efla leikskólastigið. Sérstakir styrkir eru veittir árlega til starfsmanna á leikskólum Garðabæjar sem eru að hefja nám í leikskólakennarafræðum en þeir styrkir tóku gildi árið 2018.

  • Hluti af styrkþegum haustið 2021.
    Hluti af styrkþegum haustið 2021.

Garðabær leggur áherslu að styðja vel við nýliðun leikskólakennara til að efla leikskólastigið. Sérstakir styrkir eru veittir árlega til starfsmanna á leikskólum Garðabæjar sem eru að hefja nám í leikskólakennarafræðum en þeir styrkir tóku gildi árið 2018. 

Markmið styrkjanna er að fjölga leikskólakennurum og stuðla að hærra menntunarstigi á meðal starfsfólks í leikskólum Garðabæjar, efla faglegt starf og auka stöðugleika í starfsmannahaldi í leikskólum sveitarfélagsins.

Styrkirnir eru í formi launaðs leyfis, eingreiðslna, vegna mætinga í staðbundinn hluta fjarnáms og verknáms, viðbótarstarfshlutfalls og styrks til greiðslu skrásetningargjalds og bókakaupa, allt eftir tegund náms og aðstæðum

Styrkirnir eru veittir í mislangan tíma og fer það eftir þeirri námsleið sem valin hefur verið. Td. fá þeir sem stunda nám til M. Ed gráðu í leikskólakennarafræðum styrki til tveggja ára en þeir sem eru að fara í fullt M.Ed nám fá styrki til fimm ára.

Í haust eru átta einstaklingar sem sækja um styrki til náms, þar af sækja fjórir einstaklingar um nám í leikskólakennarafræði, einn um leikskólabrú og þrír um menntunarfræði leikskóla. Það er mikill fengur fyrir leikskólasamfélagið að fjölga leikskólakennurum og styrkveitingarnar eru liður í markvissum aðgerðum Garðabæjar til þess.