7. nóv. 2025

Neyðarkallinn 2025 kominn í hús

Jón Andri Helgason, liðsmaður í Hjálparsveit skáta Garðabæ, afhenti Almari Guðmundssyni neyðarkall á bæjarskrifstofu Garðabæjar.

Jón Andri Helgason, liðsmaður í Hjálparsveit skáta Garðabæ, afhenti Almari Guðmundssyni neyðarkall á bæjarskrifstofu Garðabæjar. Sala á neyðarkalli fer fram 5. - 9. nóvember 2025.

Í ár er neyðarkallinn straumvatnsbjörgunarmaður til að heiðra minningu björgunarsveitamannsins Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í slysi við straumvatnsbjörgunaræfingar í nóvember á síðasta ári.

„Það er okkur sönn ánægja að styðja við mikilvægt starf björgunarsveitanna með árlegum kaupum á neyðarkallinum. Sjálfboðaliðar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ munu standa vaktina til 9. nóvember og ég hvet alla bæjarbúa til að leggja söfnuninni lið með kaupum á neyðarkalli,“ segir Almar.

Neyðarkall björgunarsveita er árlegt fjáröflunarátak. Allur hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.

Sala á neyðarkalli fer fram 5. - 9. nóvember 2025 og hægt er að nálgast neyðarkall hjá sjálfboðaliðum í öllum stærstu verslunarkjörnum á meðan átakinu stendur.