4. jún. 2019

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 23. maí til og með 3. júní 2019

  • Betri Garðabær!
    Betri Garðabær!

Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 23. maí til og með 3. júní 2019. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.

13 verkefni hlutu brautargengi í kosningunum. Alls voru 27 verkefni á rafræna kjörseðlinum. Heildarfjármagn til framkvæmdar verkefnanna er 100 milljónir og verkefnin verða framkvæmd á næstu tveimur árum frá júní 2019 til og með ágúst 2020.

Alls kusu 2028 eða um 15,4% íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2004) og eldri.  Á kjörskrá voru 13 215. 

Öllum íbúum sem sendu inn hugmyndir, tóku þátt í umfjöllun um þær á hugmyndasöfnunarvefnum og kusu í rafrænu kosningunum er þakkað þátttökuna.

Verkefni sem fengið hafa kosningu eru:

Verkefni sem náðu kjöri            Fjöldi atkvæða Fjárhæð í m.kr
 Útivistarstígur í Heiðmörk  1207 20 
 Skjólveggur við heita potta í Ásgarði  1079   2
 Fjórir vatnsfontar  1027   5
 Útisturta við ströndina í Sjálandi    914   2
 Sundfatavindur í Álftaneslaug    913   1
 Tíu áningastaðir með bekkjum    895 10 
 Leiksvæði við ströndina í Sjálandi    873 25 
 Aparóla við Hofsstaðaskóla    820   3
 Fjölgun strætóskýla    789 12 
 Sjónaukar við Arnarnesvog    752   3
 Fræðsluskilti við stríðsminjar    683  5 
 Ærslabelgur við Álftanesskóla    680  3
 Yfirbyggt hjólaskýli við Aktu Taktu Ásgarði    586  5
 Samtals: 11218 96


Heildaratkvæði allra verkefna sem voru á kjörseðli:

Öll verkefni á kjörseðli Fjöldi atkvæða Fjárhæð í m.kr
Útivistarstígur í Heiðmörk  1207  20
Skjólveggur við heita potta í Ásgarði  1079    2
Fjórir vatnsfontar  1027    5
Útisturta við ströndina í Sjálandi   914    2
Sundfatavindur í Álftaneslaug   913    1
Tíu áningastaðir með bekkjum   895  10
Leiksvæði við ströndina í Sjálandi   873  25
Aparóla við Hofsstaðaskóla   820    3
Fjölgun strætóskýla   789  12
Sjónaukar við Arnarnesvog   752    3
Fræðsluskilti við stríðsminjar   683    5
Ærslabelgur við Álftanesskóla   680    3
Yfirbyggt hjólaskýli við Aktu Taktu Ásgarði   586    5
Betri körfuboltavellir   511  25
 Göngustígur frá Hofakri að strætóbiðstöð við Arnarnesveg   417   15
 Göngustígur frá Maltakri að strætóbiðstöð við Bæjarbraut   410   12
 Körfuboltavöllur við Álftanesskóla   405   14
 Útilíkamsrækt í Urriðaholti   384   10
 Endurnýja núverandi hjólabrettasvæði við Arnarnesvog   375   15
 Battavöllur við Álftanesskóla   368   20
 Leiksvæði í Urriðaholti   360   25
 Leiktæki í neðri Lundum   334   15
 Battavöllur í efri Lundum   333   25
 Leiksvæði og undirlag á leiksvæði við Árakur   269   10
 Leiksvæði í Prýðahverfi   264    8
 Gervigras á sparkvöll í Akrahverfi   250   25
 Æfingatæki og endurbætur á leikvelli við Blikastíg   228   15
 Samtals: 16126  330

Betri Garðabær er þróunarverkefni sem verður þróað áfram með íbúum út frá reynslu, ábendingum og þátttöku.
Sá sem vill gera athugasemd við framkvæmd kosninganna skal koma athugasemd á framfæri við
kjörstjórn innan sjö daga frá því að niðurstöður kosninganna voru birtar.
Upplýsingar um Betri Garðabæ má finna hér á vefnum.

Myndir af verkefnum sem hlutu kosningu: 

01_Utivistarstigur_Heidmork02_Skjolveggur_Asgardslaug03_vatnsfontar04_utisturta_Sjaland

05_sundfatavindur_Alftaneslaug06_aningastadir_bekkir07_Sjaland_leiksvaedi08_aparola_Hofsstadaskoli

09_straetoskyli10_sjonaukar_Arnarnesvogur11_fraedsluskilti_stridsminjar12_aerslabelgur_Alftanesskoli13_hjolaskyli_Asgardi