12. sep. 2025

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið í Miðgarði

Hópur ungs og efnilegs kraftlyftingafólks frá Norðurlöndunum kemur saman í Miðgarði um helgina á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum.

  • Messíana Baldvinsdóttir úr Stjörnunni.

Það verður mikið um að vera í Miðgarði um helgina en Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum fer þar fram. Mótið stendur yfir frá föstudegi til sunnudags. Keppendur eru um 150 talsins, 28 eru frá Íslandi. Íslenski hópurinn samanstendur af reyndum keppendum í bland við þau sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

Áhugasamir geta fylgst með mótinu í beinu streymi á vef kraft.is: Beint streymi frá NM unglinga / Livestream from Nordic Championship | Kraftlyftingasamband Íslands

Hér má svo sjá hvernig dagskrá helgarinnar er.

Lyftingaaðstaðan í Miðgarði á heimsmælikvarða

Þess má geta að lyftingaaðstaðan í Miðgarði þykir afar góð. „Lyftingaaðstaðan í Miðgarði er á heimsmælikvarða og gefur lyftingafólki frábært tækifæri að lyfta sérhæft eftir keppnisaðstæðum sem mun sýna sig með stækkun í starfi og bættum árangri,“ sagði Friðbjörn Bragi Hlynsson kraftlyftingamaður í Stjörnunni og íþróttamaður ársins í Garðabæ árið 2023, í viðtali við Garðapóstinn.

IMG_8222