5. des. 2024

Notalegheit í bland við fjör á Aðventuhátíð Garðabæjar

Árleg Aðventuhátíð Garðabæjar fór fram þann 30 nóvember. Að venju fóru margskonar viðburðir fram á Garðatorgi, Hönnunarsafni Íslands og á Bókasafni Garðabæjar en áherslan er ætíð á samveru fjölskyldunnar, sköpun og hefðir.

Aðventuhátíð Garðabæjar fór fram þann 30. nóvember. Glæsileg dagskrá og notaleg stemning einkenndi hátíðina 

Hönnunarteymið Þykjó leiddi óróasmiðju í Hönnunarsafninu og fjöldinn allur af glæsilegum óróum prýða nú heimili Garðbæinga en óróarnir voru búnir til úr prikum, könglum, þurrkuðum appelsínum, kanilstöngum og fleira náttúrulegu efni.

Á Bókasafninu var boðið uppá jólatrésmiðju í anda bókarinnar „Einstakt jólatré“ en myndhöfundur bókarinnar, Linn Janssen leiðbeindi gestum. Á Bókasafninu komu einnig fram Langleggur og Skjóða og færri komust að en vildu. Að sögn Ólafar Breiðfjörð, menningarfulltrúa Garðabæjar, fór dagurinn rólega af stað en hápunkturinn var þegar jólaball fór fram á Garðatorgi 7. Ballið hófst á fallegum söng Barnakórs Vídalínskirkju en svo tóku jólasveinar við og leiddu söng og dans í kringum tréð.

„Það skiptir okkur sem skipuleggjum aðventuhátíðina mestu máli að fjölskyldan upplifi notalega stund saman en fái samt smá fjör í formi jólaballsins.“

„Allt það fallega sem fjölskyldan býr til saman þennan dag gefur vonandi tóninn fyrir notalega samveru alla aðventuna og að við höldum í gamlar góðar hefðir og gleymum okkur ekki í stressinu. Það er einnig alltaf gaman að geta notið tónlistar sem ungir Garðbæingar flytja. Að þessu sinni var jazztríó með söngvurunum Einari Erni og Önnu Bergljótu staðsett á göngugötunni og glöddu gesti á Pop-up markaði. Svo er ómissandi að hlusta á Barnakór Vídalínskirkju og Blásarasveitin okkar sló svo lokatóninn í Aðventuhátíð Garðabæjar,“ segir Ólöf.

IMG_9692

IMG_9335IMG_9164IMG_9187

IMG_9437

IMG_9490

IMG_9254

IMG_9367IMG_9290IMG_9398IMG_9846

IMG_9797