11. jan. 2012

Undirbúa bæinn fyrir hlákuna

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar búa sig undir hlákuna sem spáð er um helgina. Þeir hafa í dag unnið hörðum höndum við að opna niðurföll í lágpunktum í bænum og á öðrum stöðum þar sem hætta er talin á að þau geti stíflast.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar búa sig undir hlákuna sem spáð er um helgina. Þeir hafa í dag unnið hörðum höndum við að opna niðurföll í lágpunktum í bænum og á öðrum stöðum þar sem hætta er talin á að þau geti stíflast.

Eins verða götur sandaðar og saltaðar þar sem þarf á næstu dögum og einnig verða allir aðalgöngustígar og gangstéttar sandaðar svo að hjólreiðafólk komist ferða sinna.

Garðabær reynir að tryggja íbúum sínum eins góða þjónustu og hægt er í því árferði sem nú er.

Tekið verður við ábendingum í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500 eða 525-8580. 

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar biðja íbúa jafnframt um að athuga hjá sér niðurföll við hús og bílskúra.

Íbúar Garðabæjar geta fengið sand og salt í fötu við áhaldahús bæjarins að Lyngási 18.