30. des. 2011

Jólatrén hirt 7. og 8. janúar

Hjálparsveit skáta í Garðabæ og þjónustumiðstöð Garðabæjar hirða jólatré sem lögð verða út fyrir lóðamörk helgina 7. og 8. janúar, íbúum að kostnaðarlausu.
  • Séð yfir Garðabæ

Hjálparsveit skáta í Garðabæ og þjónustumiðstöð Garðabæjar hirða jólatré sem lögð verða út fyrir lóðamörk helgina 7. og 8. janúar, íbúum að kostnaðarlausu.

Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki.

Fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum.