15. des. 2011

Tré frá íbúum prýða opin svæði

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar hafa lagt sitt af mörkum til að skreyta bæinn fyrir jólin, með því að setja upp tré á torgum og opnum svæðum. Eins og undanfarin ár var leitað til íbúa eftir fallegum jólatrjám og brugðust þeir vel við, líkt og áður.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar hafa lagt sitt af mörkum til að skreyta bæinn fyrir jólin, með því að setja upp tré á torgum og opnum svæðum. Eins og undanfarin ár var leitað til íbúa eftir fallegum jólatrjám og brugðust þeir vel við, líkt og áður.


Alls voru 10 tré tekin úr görðum íbúa og af opnum svæðum í bænum. Íbúar að Smáraflöt 4 gáfu tvö tré og voru þau sett upp á Arnarnesi og við Ásabraut. Eitt tré er frá Brekkubyggð 22 og var það sett upp á hringtorginu á mótum Hæðarbrautar og Bæjarbrautar. Frá Goðatúni 3 fengust tvö tré sem voru sett upp hjá Garðakirkju og á 17. Júnítorg á Sjálandi. Tvö tré koma frá Naustahlein 9 en þau voru sett upp hjá Hleinunum og við leikskólann Lundaból. Að lokum voru þrjú tré tekin af opnum svæðum í Garðabæ og sett upp hjá Vídalínskirkju, hjá Vífilsstöðum og í Hnoðraholti. Önnur tré eru fengin frá skógræktinni í Þjórsárdal.


Öllum sem gáfu tré til að skreyta bæinn okkar núna fyrir jólin er þakkað kærlega fyrir sitt framtak.