6. des. 2011

Fjórðu bekkingar fá Glósubók Ævars

Áhuginn skein úr andlitum 4. bekkinga í Flataskóla í gær þegar sjálfur Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar kom þangað ásamt Jóni Inga Herbertssyni frá hátæknifyrirtækinu Marel.
  • Séð yfir Garðabæ

Áhuginn skein úr andlitum 4. bekkinga í Flataskóla í gær þegar sjálfur Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar kom þangað ásamt Jóni Inga Herbertssyni frá hátæknifyrirtækinu Marel. Þeir félagar komu færandi hendi með um 40 eintök af Glósubók Ævars vísindamanns, eitt handa hverjum nemanda í árganginum.

Tilraunir og merkar upplýsingar

Í Glósubókinni birtir Ævar vísindamaður allar merkilegustu tilraunir sínar, ásamt alls kyns öðrum upplýsingum sem hann hefur safnað að sér í gegnum árin. Þar má t.d. fræðast um ýmis furðuleg fyrirbæri, uppfinningar og merka íslenska vísindamenn. Í henni eru líka bréf frá krökkum sem hafa fylgst með Ævari í Stundinni okkar og svör Ævars við þeim.

Marel styrkir raungreinar í Garðabæ

Fyrirtækið Marel ætlar að gefa öllum börnum í 4. bekk í grunnskólum í Garðabæ Glósubók Ævars vísindamanns. Ævar og fulltrúi fyrirtækisins heimsækja alla skólana í þessari viku og færa nemendum bókina. Marel hefur áður styrkt raungreinakennslu í Garðabæ, m.a. með því að gefa tækjabúnað í raungreinastofur grunnskóla og vísindabúnað í leikskóla.

 

Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar í heimsókn í Flataskóla í desember 2011

Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar í heimsókn í Flataskóla í desember 2011