29. nóv. 2011

Keðjuverkun Flataskóla fær verðlaun

Eitt af eTwinning samskiptaverkefnum Flataskóla "Evrópska keðjan" sem skólinn þátt í á vorönn 2011 fékk nýlega viðurkenningu sem eitt af fjórum bestu verkefnum sem lögð voru fram hjá MEDIA-award.
  • Séð yfir Garðabæ

Eitt af eTwinning samskiptaverkefnum Flataskóla "Evrópska keðjan" sem skólinn þátt í á vorönn 2011 fékk nýlega viðurkenningu sem eitt af fjórum bestu verkefnum sem lögð voru fram hjá MEDEA-award en markmið MEDEA er að hvetja til nýsköpunar í skólastarfi með notkun á ólíkum miðlum.

Í verkefninu tóku þátt 20 skólar frá 20 löndum víðs vegar í Evrópu eða einn skóli frá hverju landi. Markmiðið var að búa til flottustu, furðulegustu og mest krefjandi keðjuverkunina ("Rube Goldberg Chain Reaction"). Setja átti myndband um keðjuna 60 til 120 sekúndur að lengd á bloggsíðu verkefnisins fyrir 14. janúar 2011. Myndband Flataskóla sýnir hrun Íslands gert úr bókum (sjón er sögu ríkari!). Á bloggsíðunni gáfu skólarnir hver öðrum frá einu og upp í fimm stig og lenti myndband Flataskóla þar í 4. sæti.

 

Verkefnið var unnið af nemendum í 6. bekk en kennararnir Hafþór Þorleifsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir höfðu umsjón með því.

 

Viðurkenningin felst í því að allir þátttökuskólarnir fá að gjöf tölvuhugbúnaðinn Smart Classroom Suite en þetta er stýribúnaður fyrir kennara til að skipuleggja kennslu í tölvum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Flataskóli fær viðurkenningu fyrir gott samskiptaverkefni, en verkefnin "Scoolovision", Myndskot af Evrópu og "Let's read, write and talk together" hafa einnig fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir góð verkefni og verkstýringu.

 

Myndband Flataskóla