25. nóv. 2011

Góður fundur um málefni fatlaðs fólks

Góðar umræður sköpuðust á íbúafundinum Í sama liði sem haldinn var í Sjálandsskóla í gær. Á fundinn mættu áhugasamir íbúar úr Garðabæ og frá Álftanesi en þar var rætt um framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks.
  • Séð yfir Garðabæ

Góðar umræður sköpuðust á íbúafundinum Í sama liði sem haldinn var í Sjálandsskóla í gær. Á fundinn mættu áhugasamir íbúar úr Garðabæ og frá Álftanesi en þar var rætt um framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks.

Í byrjun fundarins kynnti Bergljót Sigurbjörnsdóttir, félagsmálastjóri í Garðabæ þá þjónustu sem fötluðu fólki býðst í dag í sveitarfélögunum tveimur en Garðabær og Álftanes mynda eitt þjónustusvæði í málaflokknum. Skúli Steinar Pétursson, sendiherra fatlaðra ávarpaði því næst fundinn. Hann sagði frá lífi sínu sem ungur maður með þroskahömlun og sýndi stutt myndband um störf sendiherra fatlaðra.

Búsetu- og atvinnumál

Að kynningum loknum tóku við umræður við borð þar sem fundarmenn ræddu hvernig þeir vildu sjá þjónustu við fatlað fólk og hvað mætti betur fara í þjónustunni eins og hún er í dag. Fjörugar umræður sköpuðust við borðin og reyndust fundarmenn mjög áhugasamir um efnið. Borðstjórar á hverju borði gerðu í lokin grein fyrir helstu áhersluatriðum úr umræðunni og kom þar margt athyglisvert fram. Búsetumál, atvinnumál, möguleikar á tómstundum og upplýsingaflæði um þjónustu virtust vera á meðal þess sem var fundarmönnum ofarlega í huga.

Tillögur nýttar í stefnumótun

Á næstu dögum og vikum verður farið betur yfir tillögurnar sem komu fram á fundinum og þær birtar á vef Garðabæjar. Tillögurnar verða nýttar sem vegvísir í stefnumótunarvinnu sem nú er að hefjast í málaflokknum. Íbúar eru hvattir til að senda inn tillögur og ábendingar í tengslum við þá vinnu.

 

Myndir frá fundinum.

 

Frá íbúafundinum Í sama liði 24. nóv. 2011

Frá íbúafundinum Í sama liði 24. nóv. 2011

Frá íbúafundinum Í sama liði 24. nóv. 2011

Frá íbúafundinum Í sama liði 24. nóv. 2011

Frá íbúafundinum Í sama liði 24. nóv. 2011