24. nóv. 2011

Fær lán með bestu kjörum

Garðabæ buðust bestu kjör sem gerast á lánamarkaði í dag vegna lántöku til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilis á Sjálandi
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hefur í samstarfi við verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hf. gefið út skuldabréfaflokk vegna lántöku að fjárhæð kr. 500.000.000.
Um er að ræða lán verðtryggt lán til 40 ára með 3,8% föstum ársvöxtum.

Andvirði lánsins verður varið til framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili sem rís á Sjálandi.  

Bestu kjör á markaði í dag

Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að lánskjörin sem Garðabær fái með útgáfu þessa skuldabréfaflokks séu með því besta sem þekkist á markaði í dag. "Kjörin endurspegla góða fjárhagstöðu sveitarfélagsins og lýsa trausti fjárfesta á stjórnun þess," segir Gunnar. 

Nýtt hjúkrunarheimili í byrjun árs 2013

Fyrirhugað er að taka nýja hjúkrunarheimilið á Sjálandi í notkun í ársbyrjun 2013. Ríkið greiðir 85% af stofnkostnaði þess en Garðabær þau 15% sem upp á vantar.