2. ágú. 2016

Nýr forseti boðinn velkominn

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og fjölskylda hans flytja á Bessastaði í Garðabæ á næstunni
  • Séð yfir Garðabæ

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og fjölskylda hans flytja á Bessastaði í Garðabæ á næstunni en Guðni tók við embættinu við hátíðlega athöfn 1. ágúst sl.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar var á meðal boðsgesta við hátíðina. "Þetta var ákaflega hátíðleg og falleg stund og innsetningarræða forsetans var góð," segir Gunnar um athöfnina. Ræðuna er hægt að nálgast á vef forsetaembættisins.

Þess má geta að Guðni ólst upp í Garðabæ og kemur því aftur á æskuslóðir við flutninginn til Garðabæjar. "Við bjóðum forsetann og fjölskyldu hans hjartanlega velkomna til Bessastaða og vonum að þeim eigi öllum eftir að líða vel í samfélaginu okkar hér í Garðabæ," segir Gunnar. Hann bætir því að hann vænti þess að eiga gott samstarf við forsetaembættið ef og þegar ástæða sé til, líkt og hingað til.

"Um leið og ég býð Guðna og fjölskyldu hans velkomna vil ég þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta fyrir gott samstarf í gegnum árin og ósk þeim hjónum velfarnaðar í nýjum verkefnum," segir Gunnar að lokum.