14. nóv. 2011

Opnun leikskóla í Akrahverfi

Þann 9. janúar 2012 tekur til starfa nýr leikskóli í Akrahverfinu. Nú gefst tækifæri til að sækja um flutning í leikskólann Akra
  • Séð yfir Garðabæ

Þann 9. janúar 2012 tekur til starfa nýr leikskóli í Akrahverfinu.

Hægt að sækja um flutning í Akra

Vakin er athygli foreldra á því að nú gefst tækifæri til að sækja um flutning á leikskóladvöl í leikskólann Akra með því að senda tölvupóst á sigrunsig@leikskolarnir.is .


Flutningur getur þá átt sér stað upp úr áramótum eða eftir sumarfrí, allt eftir óskum hvers og eins.

Virkni og vellíðan

Grunngildi leikskólans verða: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna verður höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna í öllu starfinu. Sköpun, læsi, útikennsla og tenging við samfélagið kemur til með að skipa stóran sess. Lögð verður áhersla á teymisvinnu meðal barna, starfsmanna og foreldra.

Leikskólastjóri er Sigrún Sigurðardóttir og hefur hún ráðið til sín aðstoðarleikskólastjóra, deildarstjóra og annað samstarfsfólk.


Frekari upplýsingar eru á vef leikskólans www.akrar.is