11. nóv. 2011

Garðabær keppir í Útsvari

Garðabær mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í sjónvarpinu í kvöld föstudaginn 11. nóvember. Í liði Garðabæjar eru Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og Ragnheiður Traustadóttir.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær mætir til leiks í spurningakeppninni Útsvari í sjónvarpinu í kvöld föstudaginn 11. nóvember. Umsjónarmenn þáttarins eru sem fyrr Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Mótherjar Garðabæjar í fyrstu umferð eru frá Fljótsdalshéraði.  Í liði Garðabæjar eru Vilhjálmur Bjarnason, Elías Karl Guðmundsson og Ragnheiður Traustadóttir.

 

Garðbæingar eru hvattir til að mæta sjónvarpssal til að fylgjast með beinni útsendingu og styðja við lið Garðbæinga. Áhorfendur sem vilja fylgjast með í sjónvarpssal geta mætt í sjónvarpshúsið í Efstaleiti milli kl. 19.45-20.  Útsendingin í sjónvarpinu hefst um kl. 20.25.  Sjá nánar á www.ruv.is.

 

Áfram Garðabær!