9. nóv. 2011

Gagn og gaman í Garðaskóla

Dagana 2.-4. nóvember var hefðbundið skólastarf brotið upp í Garðaskóla en þá voru haldnir svokallaðir Gagn og gaman dagar. Þá skipta nemendur sér í hópa sem fara gjarnan út úr skólabyggingunni til að fræðast um ólíka hluti í samfélaginu.
  • Séð yfir Garðabæ

Dagana 2.-4. nóvember var hefðbundið skólastarf brotið upp í Garðaskóla en þá voru haldnir svokallaðir Gagn og gaman dagar. Þá skipta nemendur sér í hópa sem fara gjarnan út úr skólabyggingunni til að fræðast um ólíka hluti í samfélaginu. Einn hópurinn kynntí sér störf á fjölmiðlum.

Fréttin hér fyrir neðan er rituð af stúlku sem tók þátt í starfi fjölmiðlahópsins. Myndirnar tóku ,,fréttamenn“ úr sama hópi á ferðum sínum

Gagn og gaman í Garðaskóla.


Gagn og gaman dagar eru haldnir með það að markmiði að nemendur fái að kynnast fjölbreyttum hlutum sem þeim hefur ekki gefist kostur á að prófa áður.

Dagarnir ganga þannig fyrir sig að krakkarnir velja sér hóp en hóparnir eru mjög fjölbreyttir. Sem dæmi má nefna fimleika og jóga, golf, fótbolta, leiklist, dans, smíði, skartgripagerð, kynningu á atvinnulífinu, bíla, villibráð, hár og förðun.

Nokkrir hópar fóru í skemmtilegar ferðir utanhúss, t.d. fór hópurinn flug og björgun á Reykjavíkurflugvöll, atvinnulífið beint í æð heimsótti ýmis fyrirtæki og einn hópur fór í skálaferð í Bláfjöll. Fjölmiðlahópurinn fór í útvarpshúsið í Efstaleiti og fengu frábæra leiðsögn um RUV frá Boga Ágústssyni fréttamanni.

Gagn og gaman dagarnir eru góð leið til að kynnast fjölbreytileika atvinnulífsins og það getur auðveldað nemendum að finna sér áhugasvið sem þeir vilja e.t.v. vinna við í framtíðinni.

Þetta eru búnir að vera frábærir dagar og við nemendurnir vonum að Garðaskóli haldi áfram þessu þroskandi og skapandi starfi.

Íva Marín Adrichem,
nemandi í 8. EE

Gagn og gaman í Garðaskóla 2011

 

Gagn og gaman í Garðaskóla 2011