28. okt. 2011

Leifur heppni í Hofsstaðaskóla

Nemendur í 5. bekk Hofsstaðaskóla hafa sökkt sér niður í söguna um landkönnuðinn Leif Eiríksson undanfarnar vikur
  • Séð yfir Garðabæ

Námsefnið um Leif Eiríksson er lesið í 5. bekk í grunnskólum. Í Hofsstaðaskóla hafa nemendur sökkt sér niður í efnið að undanförnu.

 

Nemendurnir hafa ekki aðeins lesið um landkönnuðinn mikla heldur einnig farið í vettvangsferðir á Þjóðminjasafnið og skoðað landnámssýninguna hjá Minjasafni Reykjavíkur. Börnin hafa líka kynnt sér hvernig skip landnámsmanna litu út og búið til heilu listaverkin sem sýna landnámsmenn á leið til fjarlægra landa.

 

Á vef Hofsstaðaskóla er sagt frá verkefninu og þar eru fjölmargar myndir úr vettvangsferðunum og af vinnu barnanna.

 

 

Unnið að gerð veggmyndar af skipum landnámsmanna í Hofsstaðaskóla í október 2011

Svona flott listaverk verða ekki til af sjálfu sér. Hér eru nokkrir áhugasamir nemendur að búa til mynd af skipi landnámsmanna.

Veggmynd af skipum landnámsmanna unnin af nemendum Hofsstaðaskóla í október 2011

Afrakstur vinnunnar er m.a. þessi glæsilega veggmynd.