27. okt. 2011

Unnið að uppbyggingu miðbæjar

Á fundi verkefnahóps um miðbæ Garðabæjar í vikunni voru kynntar voru hugmyndir að næstu skrefum í uppbyggingu miðbæjarins. Atvinnu- og tækniþróunarnefnd Garðabæjar sat fundinn
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi verkefnahóps um miðbæ Garðabæjar í vikunni voru kynntar voru hugmyndir að næstu skrefum í uppbyggingu miðbæjarins. Atvinnu- og tækniþróunarnefnd Garðabæjar sat fundinn ásamt verkefnahópnum en nefndin hefur unnið að tillögum að leiðum til að styrkja atvinnustarfsemi á Garðatorgi.  

 

Á fundinum voru kynnt drög að nýju útliti á Garðatorgi en að því er unnið skv. samningi Garðabæjar og Klasa frá því í sumar um áframhaldandi uppbyggingu miðbæjar. Gert er ráð fyrir að nýjar byggingar rísi vestan við Garðatorg 1 og syðst á Garðatorgslóðinni meðfram Vífilsstaðavegi. Í hluta húsanna verði verslanir og þjónustufyrirtæki á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. 

 

Stefnt er að því að tillaga að breyttu skipulagi miðbæjarins liggi fyrir um mitt næsta ár og að nýtt skipulag verði til innan tveggja ára. Markmiðið er að uppbygging á torginu hefjist ekki síðar en á árinu 2014 og ljúki á árinu 2017.