21. okt. 2011

Markaður alla laugardaga

Götumarkaður verður á Garðatorgi alla laugardaga til jóla kl. 11-17.
  • Séð yfir Garðabæ

Götumarkaður verður haldinn á Garðatorgi alla laugardaga til jóla kl. 11-17.

Fyrsti götumarkaðurinn í haust var haldinn um síðustu helgi og þá var múgur og margmenni á torginu. Á markaðinum er allt mögulegt til sölu, bæði notað og nýtt og hægt að gera góð kaup.

Næsta laugardag, 22. okt, verður Garðabæjardeild Rauða kross Íslands einnig með opið hús í húsnæði sínu við Garðatorg, þar sem verkefni deildarinnar verða kynnt og boðið upp á kaffi. Klukkan 14 stendur deildin fyrir fjáröflunarbingói á Garðatorgi til styrktar vekefninu Föt sem framlag-prjónum til góðs.

Aðstandendur blómabúðarinnar Sóleyjarkots á Garðatorgi halda utan um skipulag og framkvæmdgötumarkaðanna.
Þeim, sem vilja leigja þar borð er bent á að hafa samband þangað í netfangið: soleyjarkot@soleyjarkot.is  eða í síma 5461720.