14. okt. 2011

Hreyfimyndagerð í Flataskóla

Nemendum í 7. bekk í Flataskóla býðst að sækja námskeið í hreyfimyndagerð í smiðju skólanum. Fyrsti hópurinn lauk nýlega vinnu sinni á námskeiðinu
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendum í 7. bekk í Flataskóla býðst að sækja námskeið í hreyfimyndagerð í smiðju skólanum. Fyrsti hópurinn lauk nýlega vinnu sinni á námskeiðinu en hún fólst í því að búa til stutta hreyfimynd. Nemendur byrjuðu á því að setja niður hugmynd á blað og búa til handrit út frá henni. Þá var leikmynd útbúin og sögupersónurnar búnar til úr leir. Að þessari undirbúningsvinnu lokinni var hafist handa við að taka upp myndbandið en nemendur sjá þar alfarið um upptöku, klippingu, hljóð, texta o.s.frv.

Á vef Flataskóla er hægt að sjá dæmi um afrakstur námskeiðsins, mynd eftir Ragnheiði Sóllilju og Brynju Lind sem nefnist „Brúðkaup“.