11. okt. 2011

Áhugaverðir fyrirlestrar

Finnski hönnuðurinn Pia Holm var leiðbeinandi á námsstefnu fyrir hönnuði sem Hönnunarsafn Íslands stóð fyrir í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar föstudaginn 7. október sl. Einnig flutti Pia Holm fyrirlestur í Hönnunarsafninu sl. laugardag þar sem hún fjallaði um finnska textílhönnun og eigin verk.
  • Séð yfir Garðabæ

Finnski hönnuðurinn Pia Holm var leiðbeinandi á námsstefnu fyrir hönnuði sem Hönnunarsafn Íslands stóð fyrir í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar föstudaginn 7. október sl. Einnig flutti Pia Holm fyrirlestur í Hönnunarsafninu sl. laugardag þar sem hún fjallaði um finnska textílhönnun og eigin verk. Pía er myndskreytir og textílhönnuður og hefur um árabil unnið fyrir stór norræn fyrirtæki, meðal annars fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki MARIMEKKO og einnig undir eigin merki happydesign.fi. Sýnishorn af verkum hennar eru til sýnis í Hönnunarsafninu í október 2011.


Pia Holm myndskreytir og textílhönnuður hélt námssmiðju og fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands sl. helgi.

Fræðsludagskrá í safninu

Framundan er áhugaverð fræðsludagskrá í safninu þar sem boðið er upp á fyrirlestra og leiðsögn.  Þriðjudaginn 11. október kl. 20 flytur Dr. Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur fyrirlestur um verk Helga Hallgrímssonar (1911-2005) húsgagnaarkitekts. Fyrirlesturinn er haldinn í safninu að Garðatorgi 1 og aðgangur að honum er ókeypis.  Sunnudaginn 16. október kl. 14 verður leiðsögn um sýningu safnsins Hlutirnir okkar og á þriðjudag í næstu viku þann 18. október flytur Pétur H. Ármansson arkitekt fyrirlestur sem nefnist Tímamótahús 7. áratugarins í Garðabæ. Hér á heimasíðu Hönnunarsafnsins er hægt að sjá nánari upplýsingar um fræðsludagskrána.


Fyrirlestur í Hönnunarsafninu.


Hönnuðir tóku þátt í námssmiðju Píu Holm þar sem þau fengu að spreyta sig á tilraunum við mynsturgerð.