7. okt. 2011

700. fundur bæjarstjórnar

Fimmtudaginn 6. október kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í ráðhúsinu við Garðatorg. Fundurinn var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var 700. fundur bæjarstjórnar frá upphafi.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 6. október kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í ráðhúsinu við Garðatorg. Fundurinn var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var 700. fundur bæjarstjórnar frá upphafi.  Fyrir rúmum fimm árum síðan, í maí 2006 var 600. fundurinn haldinn og því má til gamans reikna út að væntanlega verður 1000. fundurinn haldinn árið 2025 að öllu óbreyttu.

 

Fundurinn í gær var sá fjórtándi á árinu en fundir bæjarstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar í sal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7.  Fundirnir hefjast kl. 17.00 og eru öllum opnir. Hér á heimasíðunni má sjá fundargerð bæjarstjórnar ásamt öðrum fundargerðum nefnda.  Einnig er hægt að hlusta á hljóðupptöku af bæjarstjórnarfundinum hér.


Frá vinstri: Steinþór Einarsson, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sturla Þorsteinsson, Stefán Snær Konráðsson, Páll Hilmarsson og Erling Ásgeirsson.