28. júl. 2016

Íþróttastarf eldri borgara - leiðbeinandi óskast

Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ auglýsir eftir aðila til að kenna kvennaleikfimi/hreyfingu sex kennslustundir á viku veturinn 2016 – 2017.
  • Séð yfir Garðabæ

Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ auglýsir eftir aðila til að kenna kvennaleikfimi/hreyfingu sex kennslustundir á viku veturinn 2016 – 2017. Námskeið hefst í september.

Um er að ræða þrjár 45 mínútna kennslustundir tvisvar í viku. Aðstaða er í íþróttahúsinu Sjálandsskóla, seinni part dags.

Í umsókn þarf að koma fram ferilskrá ásamt hugmyndum að uppbyggingu íþróttaiðkunar/hreyfingar fyrir eldri borgara.

Leiðbeinendur í félagsstarfi eldri borgara starfa sem verktakar.

Umóknir berist í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, í síðasta lagi kl. 12:00 fimmtudaginn 11. ágúst 2016, merktar: Félagsstarf eldri borgara – íþróttaiðkun/hreyfing

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og heimaþjónustu Garðabæjar 
sími: 824 2201 
netfang: ingibjorgva@isafoldin.is