16. sep. 2011

Nýsköpun og frumkvöðlamennt

Föstudaginn 16. september var starfsdagur kennara í leik- og grunnskólum í Garðabæ. Kennarar gátu valið um ýmis námskeið og hátt í hundrað manns tóku þátt í námsstefnu í nýsköpun og frumkvöðlamennt. Á námsstefnunni flutti Dr. Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu erindi
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudaginn 16. september var starfsdagur kennara í leik- og grunnskólum í Garðabæ.  Kennarar gátu valið um ýmis námskeið og hátt í hundrað manns tóku þátt í námsstefnu í nýsköpun og frumkvöðlamennt sem var haldin að Garðatorgi.  Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar stóð fyrir námsstefnunni í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands með stuðningi IKEA og Sprotasjóðs Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Á námsstefnunni flutti dr. Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu erindi um nýsköpun og frumkvöðlamennt.  Einnig stýrði Rósa vinnusmiðju þátttakenda þar sem lögð var áhersla á skapandi uppfinningaferli og farið yfir hvernig gera megi skapandi hugsun og skapandi starf að veruleika innan skólastofunnar.  

 

 

 

 

 

 

 

 

Námsstefnan hófst á fyrirlestri og svo var haldið í vinnusmiðju þar sem þátttakendum var skipt upp í smærri hópa.

 

Á námsstefnunni var Sædís Arndal smíðakennari í Hofsstaðaskóla kölluð upp.Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti henni blómvönd og þakkaði sérstaklega hennar framlag við að virkja nemendur í Hofsstaðaskóla til þátttöku í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Frétt um árangur Hofsstaðaskóla

í keppninni.  
Sædís Arndal smíðakennari og Gunnar Einarsson bæjarstjóri

 

Mörg önnur áhugaverð námskeið voru í boði fyrir kennara þennan dag og þar má nefna heimspekinámskeið sem fjölmargir tóku þátt í eftir hádegi.