8. sep. 2011

Göngum í skólann

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann hófst hér á landi miðvikudaginn 7. september en í því taka þátt skólar í allt að 40 löndum. Ísland tekur nú þátt í verkefninu í fimmta skipti og stefnir í metþátttöku hér á landi.
  • Séð yfir Garðabæ

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann hófst hér á landi miðvikudaginn 7. september en í því taka þátt skólar í allt að 40 löndum. Ísland tekur nú þátt í verkefninu í fimmta skipti og stefnir í metþátttöku hér á landi. Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli í Garðabæ taka allir þátt.

Hægt að ganga eða hjóla  

Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Á vef Hofsstaðaskóla er sagt frá verkefninu og þar segir m.a. "Við vonum að sem flestir í skólasamfélaginu taki þátt s.s. nemendur, foreldrar og starfsmenn. Í hverjum bekk verður skráð daglega hvort nemendur koma gangandi/hjólandi í skólann. Í lok verkefnisins verða veittar viðurkenningar „Gullskór“ og viðurkenningarskjöl fyrir besta árangur á eldra og yngra stigi, en þá er litið til þess hversu hlutfallslega margir nemendur koma gangandi eða hjólandi í skólann á meðan á verkefninu stendur."

Göngum í skólann lýkur síðan formlega með alþjóðlega göngudeginum miðvikudeginum 5. október. 

www.gongumiskolann.is