Stjarnan Íslandsmeistari
Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 3-0 sigur á Aftureldingu á Stjörnuvelli í gær. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitil í sögu knattspyrnudeildar Stjörnunnar.
Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 3-0 sigur á Aftureldingu á Stjörnuvelli í gær. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitil í sögu knattspyrnudeildar Stjörnunnar.
Leikmennirnir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Ashley Bares og Inga Birna Friðjónsdóttir skoruðu mörk Stjörnunnar.
Enn eru tvær umferðir eftir af mótinu en Stjarnan er nú með 45 stig á toppi deildarinnar. Valur er í 2. sæti með 38 stig og því er titillinn í höfn hjá Stjörnunni. Stjarnan hefur átt frábært sumar og unnið þrettán leiki í röð.
Þjálfari liðsins er Þorlákur Már Árnason.
Nánari lýsingar á framvindu leiksins eru á fotbolti.net.
Myndin er frá vefnum fotbolti.net, ljósmyndari: Eva Björk Ægisdóttir.