26. ágú. 2011

Fræðsluskilti í Gálgahrauni

Ný fræðsluskilti sem sýna gönguleiðir og helstu staði í Gálgahrauni voru afhjúpuð í gær.
  • Séð yfir Garðabæ

Fræðsluskilti sem sýna áhugaverðar gönguleiðir og helstu staði í Gálgahrauni voru afhjúpuð í gær.  Á skiltunum eru kort sem sína fornar leiðir sem lágu um hraunið í lituðum línum og örnefni, ásamt texta um sögu svæðisins.

Gerð skiltanna var samstarfsverkefni umhverfisnefndar og Hraunavina. Skipaður var starfshópur sem í voru Pétur Stefánsson, Jónatan Garðarsson og Reynir Ingibjartsson fyrir Hraunavini, Júlía Ingvarsdóttir formaður umhverfisnefndar og Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri.
Hraunavinir leituðu til fyrirtækja í bænum um styrki til verkefnisins,þau fyrirtæki voru Íslandsbanki, Marel og IKEA. Umhverfisnefnd greiðir um helmings kostnaðar.

Í sumar stikuðu atvinnuátakshópar helstu leiðir með litamerktum hælum s.s. (gul) Fógetagata nyrðri, (gulbrúnt) Fógetagata syðri(Álftanesgata), (blá) Gálgaklettaleið og (grænt) Garðagata. 

Skiltin afhjúpaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri ásamt Júlíu og Pétri að viðstöddu fjölmenni.
Að athöfn lokinni var gengið var um Gálagahraun undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar.

Þess má geta að Steinunn Harðardóttir dagskrárgerðarmaður hjá Rúv tók upp leiðsögn Jónatans sem verður útvarpað á Rás 1 í þætti hennar Út um græna grundu.

Textinn er sá sami á báðum skiltunum. Hægt er að smella á myndina til að fá stærri mynd í pdf-skjali.

Fræðsluskilti í Gálgahrauni

Texti skiltanna er eftir Jónatan Garðason
Kort: Ólafur Valsson úr bók Reynis Ingibjartssonar 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Hönnun skilta og standa: Árni Tryggvason hönnuður
Uppsetning og frágangur: Garðyrkjudeild Garðabæjar

Fræðsluskilti í Gálgahrauni afhjúpað 25. ágúst 2011