19. ágú. 2011

Fyrsti fundur eftir sumarfrí

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 18. ágúst sl. á bæjarskrifstofum Garðabæjar. Þetta var fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarfríi. Á fundum bæjarstjórnar eru teknar fyrir fundargerðir bæjarráðs og annarra nefnda bæjarins
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar fimmtudaginn 18. ágúst sl. á bæjarskrifstofum Garðabæjar.  Þetta var fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarfríi.  Á fundum bæjarstjórnar eru teknar fyrir fundargerðir bæjarráðs og annarra nefnda bæjarins sem og fundargerðir ýmissa samstarfsnefnda.  Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja sjö bæjarfulltrúar.   Á fundinum í gær var m.a. rætt um gang framkvæmda við byggingu leikskóla í Akrahverfi og yfirvofandi verkfall leikskólakennara.


 

Upptökur af fundum

Í vor var byrjað að hljóðrita fundi bæjarstjórnar og upptökur af fundunum eru aðgengilegar hér á heimasíðunni.  Einnig er hægt að sjá fundargerðir bæjarstjórnar á heimasíðunni þar sem þær eru birtar daginn eftir fund.  Sjá fundargerð frá fundinum 18. ágúst sl. hér.

 

Fundir bæjarstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar í sal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7.  Fundirnir hefjast kl. 17.00 og eru öllum opnir.


Frá vinstri: Steinþór Einarsson, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sigurður Guðmundsson, Stefán Snær Konráðsson, Páll Hilmarsson og Erling Ásgeirsson.


Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi