19. ágú. 2011

Góð þátttaka í sumarlestri

Undanfarin sumur hefur Bókasafn Garðabæjar staðið fyrir vel heppnuðum sumarlestri fyrir börn í Garðabæ. Markmið sumarlesturs er að hvetja börn til að lesa og bjóða þeim fjölbreytt úrval af lesefni yfir sumartímann. Lokahátíð sumarlestursins fór fram fimmtudaginn 18. ágúst
  • Séð yfir Garðabæ

Undanfarin sumur hefur Bókasafn Garðabæjar staðið fyrir vel heppnuðum sumarlestri fyrir börn í Garðabæ. Markmið sumarlesturs er að hvetja börn til að lesa og bjóða þeim fjölbreytt úrval af lesefni yfir sumartímann. Börnin fengu lestrardagbók í byrjun sumars til að skrá þær bækur og blaðsíðufjölda sem þau lásu.  Fyrir hverja lesna bók fengu þau límmiða í lestardagbókina.

Góður árangur

Mikil þátttaka var í Sumarlestri safnsins en 191 barn skráði sig í vor og 72 börn skiluðu inn lestrardagbókinni sinni í ágúst.  Samtals lásu þau 97 082 blaðsíður, sem er mjög góður árangur.  Jóhanna María Bjarnadóttir, fædd 2001 varð lestrarhestur ársins en hún las 12 884 bls.  Hugrún Gréta Arnarsdóttir, fædd 2001, varð í öðru sæti með 7  049 bls. og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, fædd 2002 í þriðja sæti með 5 538 bls.  

Í öðrum aldursflokkum urðu efst Anney Fjóla Þorsteinsdóttir f.2005, Alda Rut Þorsteinsdóttir, f.2004, Yngvi Snær Bjarnason, f.2004, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir,
f. 2003, Hákon Orri Gíslason, f.2003, Ágústa Líndal, f.2002, Bertha Lena Sverrisdóttir, f. 2000, Svanhildur Silja Þorsteinsdóttir, f.1999 og Ragnheiður Tryggvadóttir f. 1998. 

Skemmtileg lokahátíð

Lokahátíð var haldin á bókasafninu fimmtudaginn 18.ágúst sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar, dregið úr happdrættispotti og grllaðar pylsur.  Þau sem komust ekki á hátíðina geta nálgast vinninga sína á bókasafninu.  Á heimasíðu safnsins geta börn og foreldrar skoða margvíslegan fróðleik um bækur og starfssemi safnsins.  Safnið heldur einnig úti fésbókarsíðu.


Frá vinstri: Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, Hugrún Gréta Arnarsdóttir og lestrarhestur ársins Jóhanna María Bjarnadóttir.


Allir þátttakendur fengu afhent viðurkenningarskjöl.


Boðið var upp á grillaðar pylsur og djús að lokinni verðlaunaafhendingu.