27. júl. 2011

Fróðleikur í Ásgarði

Nú gefst gestum Ásgarðs kostur á að setjast niður í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og glugga í mikið safn bóka um íþróttir, heilsu og hollustu.
  • Séð yfir Garðabæ

Nú gefst  gestum Ásgarðs  kostur á að setjast  niður í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar og glugga í  mikið safn  bóka um íþróttir, heilsu og hollustu. Garðabæingar geta þá komið í sund, keypt sér heilsudrykk, sest niður og lesið góða bók. 

Áhugasömum gefst  einnig kostur á að fá lánaðar bækur  endurgjaldslaust en bækurnar eru þá skráðar  niður í afgreiðslu.

Tilgangurinn  með þessu framtaki  er að gæða anddyri Ásgarðs lífi og auka fjölbreytileika þjónustunnar við viðskiptavini.

Hér er að finna bókalista.