Gert við klukkuna í turninum
Unnið er að viðgerð á klukkunni í turni Ráðhússins á Garðatorgi. Eins og sjá má á myndinni var komið með krana á torgið í morgun til að hægt væri að komast að klukkunni og fjarlægja þá hluta hennar sem þarfnast viðgerðar.
Unnið er að viðgerð á klukkunni í turni Ráðhússins á Garðatorgi. Eins og sjá má á myndinni var komið með krana á torgið í morgun til að hægt væri að komast að klukkunni og fjarlægja þá hluta hennar sem þarfnast viðgerðar. Á myndinni sést að búið er að taka niður vísana á þeirri hlið sem snýr að Vífilsstaðavegi.
Vonast er til að viðgerðin taki skamman tíma svo klukkan geti haldið áfram að þjóna sínu hlutverki.