21. júl. 2016

Arnarnesvegur malbikaður

Vegna bilana seinkar framkvæmdum á Arnarnesvegi. Vinnusvæðið verður áfram lokað.
  • Séð yfir Garðabæ

Stefnt að því að malbika Arnarnesveg til vesturs, frá hringtorgi við Fífuhvammsveg að brú yfir Hafnarfjarðarveg og ramp niður á Hafnarfjarðarveg til norðurs.

Vinnusvæði verður lokað og hjáleiðir merktar.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Ath. malbikunarframkvæmdir eru háðar veðri og því geta áætlanir breyst.

Skýringarmyndir frá verktaka (Pdf-skjal)

Uppfært 22. júlí kl. 11

Vegna bilana seinkar framkvæmdum á Arnarnesvegi. Vinnusvæðið verður lokað áfram en ekki er virtað hvenær framkvæmdir komast af stað aftur.