24. jún. 2011

Sigrún leikskólastjóri á Ökrum

Sigrún Sigurðardóttir hefur verið ráðinn leikskólastjóri leikskólans Akra sem nú rís við Línakur í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Sigrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri leikskólans Akra sem nú rís við Línakur í Garðabæ.

Sigrún er menntaður leikskólakennari með framhaldsnám í stjórnun sem hún lauk árið 1996. Hún hefur einnig lokið diplomu í uppeldis- og menntunarfræði frá KHÍ.

Sigrún hefur starfað sem leikskólastjóri á leikskólanum Hofi í Reykjavík sl. 15 ár.

Sigrún kemur til starfa hjá Garðabæ 1. september nk. og mun þá vinna að því að undirbúa og móta starf skólans. Stefnt er að því að leikskólinn taki til starfa um áramótin.