20. jún. 2011

Vel heppnuð hátíðarhöld

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. var fjölbreytt dagskrá í boði í Garðabæ frá morgni til kvölds. Um morguninn gátu ungir sem aldnir m.a. prófað að fara á kanó og kajak, farið á hestbak og prófað golf.
  • Séð yfir Garðabæ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. var fjölbreytt dagskrá í boði í Garðabæ frá morgni til kvölds.  Að morgni til var lagður blómsveigur við minnismerki um Jón Sigurðsson við Jónshús í Sjálandshverfinu í tilefni af 200 ára fæðingardegi hans. Um morguninn gátu ungir sem aldnir m.a. prófað að fara á kanó og kajak, farið á hestbak og prófað golf. 

 

Að venju var hátíðarmessa í Vídalínskirkju þar sem einn af nýstúdentum vorsins Jakob Sindri Þórsson úr FG flutti ávarp.  Við sama tækifæri var Ómar Guðjónsson tónlistarmaður tilnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar. Frá kirkjunni var haldið í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við Ásgarð þar sem boðið var upp á tónlist, ræður, dans, fimleikasýningu o.fl. Auk þess gat yngsta kynslóðin skemmt sér í ýmsum leiktækjum. Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldunum í Garðabæ.

 

Um kvöldið voru hátíðartónleikar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli þar sem hljómsveitin Salon Islandus og Þóra Einarsdóttir sópran fluttu m.a. vínartónlist og kvikmyndatónlist.