10. jún. 2011

Hlutirnir okkar í Hönnunarsafninu

Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.
  • Séð yfir Garðabæ

Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.  Lampinn er hluti af sýningunni sem var opnuð í safninu.  Halldóra Gyða Matthíasdóttir  útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ afhenti lampann  f.h. gefenda við þetta tækifæri og opnaði sýninguna formlega. 


Á mynd frá vinstri: Kjartan Eyjólfsson frá Epal, Magnús Torfason frá Íslandsbanka, Halldóra Gyða Matthíasdóttir frá Íslandsbanka í Garðabæ,  Jón Ólafsson húsgagnahönnuður og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins. Fyrir miðju má sjá lampann Heklu.

 

Margir þekktir gripir eru til sýnis í safninu, bæði íslenskir og erlendir. Aðföng hafa borist með reglubundnum hætti frá stofnun safnsins árið 1998 og eflaust mun mörgum þykja forvitnilegt að skoða hlutina okkar allra, í því ljósi að þeir hafa öðlast sess sem markverður hluti hönnunarsögunnar.  Sýningin stendur til 16. október nk. og safnið er staðsett að Garðatorgi 1.  Sjá einnig nánari upplýsingar um safnið á heimasíðu þess, www.honnunarsafn.is.


Hljómsveit ungra Garðbæinga spilaði fyrir gesti á opnuninni.  Hópurinn er hluti
af Skapandi sumarvinnuhóp á vegum Garðabæjar.


Fjölbreytt úrval af safngripum er til sýnis í safninu í sumar.