26. maí 2011

Leiðsagnir og sýningarlok

Sýningum á húsgögnum Gunnars Magnússonar og verkum Hrafnhildar Arnardóttur lýkur sunnudaginn 29. maí
  • Séð yfir Garðabæ

Sýningu Hönnunarsafns Íslands á húsgögnum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar lýkur sunnudaginn 29. maí. Sama dag lýkur sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur, Á gráu svæði.

Sýningarnar hafa báðar verið mjög vel sóttar enda höfða þær til fjölbreytts hóps unnenda íslenskrar hönnunar og menningarsögu. 

Leiðsagnir um sýningarnar 

Á laugardaginn kl. 15 mun Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri ganga með Gunnari um sýninguna á verkum hans og gefst gestum því kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um íslenska húsgagnasögu og feril Gunnars, en hann er einn okkar afkastamesti húsgagna- og innanhússhönnuður.

Í framhaldi af leiðsögn Ásdísar mun Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýningu Hrafnhildar og miðla ýmsum fróðleik um það sem þar ber fyrir augu en Hrafnhildur hlaut nýverið hin virtu norrænu textílverðlaun fyrir vinnu sína sem verða afhent í Svíþjóð síðar á þessu ári.

 

Hrafnhildur Arnardóttir er m.a. þekkt fyrir verk sín úr hári