26. apr. 2011

Fái frið fyrir hundum á varptíma

Öll umferð hunda er bönnuð í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann, þ.e. frá 15. apríl til 1. júlí.
  • Séð yfir Garðabæ

Öll umferð hunda er bönnuð í friðlandi Vífilsstaðavatns og við Urriðavatn yfir varptímann, þ.e. frá 15. apríl til 1. júlí.

Bæjarráð samþykkti 8. mars síðastliðinn tillögu umhverfisnefndar þar að lútandi. Bann við hundum hefur verið við lýði á varptíma í friðlandi Vífilsstaðavatns síðastliðin vor, en nefndin telur að sama þurfi að gilda um Urriðavatn.

Í fundargerð umhverfisnefndar frá 1. mars sl.  kemur fram að mikið sé í húfi að fuglar fái frið fyrir hundum þar sem helstu varplönd þeirra eru t.d. við vötnin. Almenningur hafi fylgst með varpi sjaldgæfra fugla undanfarin ár og láti sér umhugað um afdrif þeirra. Á síðasta ári urpu flórgoðar t.d. á báðum vötnunum sem er mjög athyglisvert og jákvæð þróun í lífríki þeirra.

Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndin leggi til að unnið verði að því að koma upp afgirtu svæði í landi Garðabæjar fyrir lausa hunda.