20. apr. 2011

Hreinsum til í nærumhverfinu

Hreinsunarátakið Hreinsað til í nærumhverfinu hefst strax eftir páska, eða 26. apríl. Þá eru Garðbæingar hvattir til að taka sig saman og hreinsa til í sínu nærumhverfi, t.d. götuna sína, nærliggjandi opið svæði eða leiksvæði.
  • Séð yfir Garðabæ

Hreinsunarátakið Hreinsað til í nærumhverfinu hefst strax eftir páska, eða 26. apríl. Þá eru Garðbæingar hvattir til að taka sig saman og hreinsa til í sínu nærumhverfi, t.d. götuna sína, nærliggjandi opið svæði eða leiksvæði.

Hægt að sækja um styrk

Hópar sem taka sig saman þurfa að hafa samband við garðyrkjustjóra til að skrá sig til þátttöku í netfangið: erlabil@gardabaer.is og fá það svæði sem þeir vilja hreinsa samþykkt. Hóparnir geta um leið sótt um styrk sem hægt er að nota til að fagna góðu verki t.d. með grillveislu.

Vorhreinsun lóða

Vorhreinsun lóða stendur yfir dagana 9. - 13. maí. Þá eru lóðareigendur hvattir til að hreinsa lóðir sínar eftir veturinn. Starfsfólk þjónustumiðstöðvar bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

 

Nánari upplýsingar um hreinsunarátakið og vorhreinsun lóða.