15. apr. 2011

Nýr Minn Garðabær

Nýr íbúavefur, Minn Garðabær, verður opnaður á allra næstu dögum. Ný lykilorð hafa þegar verið send öllum Garðbæingum í heimabankann
  • Séð yfir Garðabæ

Nýr íbúavefur, Minn Garðabær, verður opnaður á allra næstu dögum. Til að skrá sinn inn á nýja vefinn þarf nýtt lykilorð. Ný lykilorð hafa þegar verið send öllum Garðbæingum í heimabankann.

Þeir sem ekki hafa aðgang að heimabanka geta sótt nýtt lykilorð í þjónustuver Garðabæjar í Ráðhúsinu, Garðatorgi 7.

Unnið að útfærslu hvatapeninga


Enn er unnið að tæknilegri útfærslu hvatapeningakerfisins í nýrri íbúagátt.

Hægt er að koma með kvittanir og fá endurgreitt en ekki verður hægt að greiða hvatapeninga beint inn á greiðsluseðla fyrr en eftir páska.

Eindagi greiðsluseðla frá Skátafélaginu Vífli hefur verið fluttur til 28. apríl af þessum sökum.

Tengist nýju skjalavistunarkerfi

Ný íbúagátt er tekin í notkun í tengslum við innleiðingu á nýju skjalavistunarkerfi. Umsóknir og erindi sem send eru frá gáttinni flæða beint inn í nýja skjalakerfið sem tryggir örugga meðhöndlun allra skjala.