6. apr. 2011

Samstarfssamningar undirritaðir

Fimmtudaginn 31. mars voru undirritaðir samstarfssamningar við golfklúbbana GKG og Odd auk hestamannafélagsins Andvara. Megintilgangur samninganna er að viðhalda því öfluga og góða starfi sem félögin inna af hendi og tryggja gott og vel skipulagt barna- og unglingastarf
  • Séð yfir Garðabæ


Fimmtudaginn 31. mars sl. voru undirritaðir samstarfssamningar við golfklúbbana GKG og Odd auk hestamannafélagsins Andvara. Í samningunum er kveðið á um fastar fjárhæðir frá Garðabæ til þessara félaga varðandi almennan rekstur og barna- og unglingastarf sérstaklega.

 

Megintilgangur samninganna er að viðhalda því öfluga og góða starfi sem félögin inna af hendi og tryggja gott og vel skipulagt barna- og unglingastarf undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Bæjarstjóri Garðabæjar Gunnar Einarsson undirritaði samningana fyrir hönd bæjarins.