29. mar. 2011

Hjúkrunarheimili rís á Sjálandi

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili og þjónustuseli fyrir eldri borgara í Garðabæ var tekið í dag, þriðjudaginn 29. mars. Dagurinn í dag markar því þáttaskil í umönnun og þjónustu við aldraða í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili og þjónustuseli fyrir eldri borgara í Garðabæ var tekið í dag, þriðjudaginn 29. mars. Dagurinn í dag markar því þáttaskil í umönnun og þjónustu við aldraða í Garðabæ.

Hjúkrunarheimili og þjónustusel

Hjúkrunarheimilið verður fyrir 60 heimilismenn og er hannað eftir hönnunarviðmiði velferðarráðuneytisins sem m.a. gerir ráð fyrir einbýlum. Heildarstærð hjúkrunarheimilisins er því 4.500 m2. Hjúkrunarheimilið verður með heimilislegu yfirbragði þannig að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld í heimilislegu umhverfi.

Auk hjúkrunarheimilisins verður byggt þjónustusel fyrir aldraða þar sem m.a. verður rými fyrir iðjuþjálfun, dagdvöl, eldhús, fótsnyrtingu og hárgreiðslu. Auk þess verður þar aðstaða fyrir sjúkraþjálfun o.fl. Þjónustuselið verður á 1. hæð hússins og að hluta í kjallara og verður heildarstærð þess 1.531 m2.

Skapar um 120 ársverk

Framkvæmdirnar sem hefjast í dag eru stærstu og umfangsmestu framkvæmdir sem nú er unnið að á vegum Garðabæjar. Áætlað er að þær skapi um 120 ársverk iðnaðarmanna og ráðgjafa. Heildarkostnaður við bygginguna sem verður um 6.031 m2 að stærð er áætlaður um 2.040 milljónir króna.

Fyrsti hluti framkvæmdanna hefur verið boðinn út og reyndist Suðurverk hf. eiga lægsta tilboðið í jarðvinnu fyrir verkið. Skrifað var undir samninginn við Suðurverk áður en fyrsta skóflustungan var tekin í dag.

 Í lok apríl verður útboð á uppsteypu hússins og frágangi utanhúss en ráðgert er að framkvæmdir við uppsteypu hefjist í byrjun júní. Síðar á þessu ári er ráðgert að bjóða út innréttingu hússins og lóðarfrágang.


Framkvæmdatími er 20 mánuðir og verður hjúkrunarheimilið afhent tilbúið til rekstrar 12. desember 2012. Gert er ráð fyrir að fyrstu heimilismenn flytji inn í hjúkrunarheimilið og rekstur þess hefjist í byrjun árs 2013.

Skrifað undir samning við Suðurverk um jarðvinnu við nýtt hjúkrunarheimili á Sjálandi

Skrifað var undir samning við Suðurverk hf. sem átti lægsta tilboðið í jarðvinnu fyrir verkið, áður en fyrsta skóflustungan var tekin.
Á myndinni eru Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks.

Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Sjálandi tekin 29. mars 2011

Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs og stjórnar Holtsbúðar ávarpaði viðstadda og fagnaði þessum áfanga í þjónustu við eldri borgara í Garðabæ

 

Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Sjálandi tekin 29. mars 2011

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir blessaði reitinn sem hjúkrunarheimilið rís á. Í ávarpi sínu lagði hún út af fjórða boðorðinu um að heiðra skuli föður sinn og móður.