29. mar. 2011

Skákklúbbur í Hofsstaðaskóla

Stofnfundur Skákklúbbs Hofsstaðaskóla var haldin fimmtudaginn 5. mars. Það var Kári Georgsson í 5. H.K. sem átti frumkvæðið að stofnun klúbbsins og naut hann aðstoðar föður síns við undirbúninginn.
  • Séð yfir Garðabæ
Stofnfundur Skákklúbbs Hofsstaðaskóla var haldin fimmtudaginn 5. mars. Það var Kári Georgsson í 5. H.K. sem átti frumkvæðið að stofnun klúbbsins og naut hann aðstoðar föður síns við undirbúninginn. Með stofnun klúbbsins vildi Kári finna fleiri skákáhugamenn í skólanum og ná þeim saman á æfingar.  Á stofnfundinn mættu um 27 nemendur og var stemmningin góð.

Klúbburinn er stofnaður í samstarfi við Taflfélag Garðabæjar og er tilgangurinn að æfa skák og taka þátt í skólamótum.