24. mar. 2011

Á Gráu Svæði í Hönnunarsafninu

Sýning á verkum Hrafnhildar Arnardóttur eða Shoplifter var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ miðvikudaginn 23. mars. Sýningin sem nefnist Á Gráu Svæði er framlag Hönnunarsafnsins á hátíð íslenskrar hönnunar, HönnunarMars.
  • Séð yfir Garðabæ

Sýning á verkum Hrafnhildar Arnardóttur eða Shoplifter var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ miðvikudaginn 23. mars.  Sýningin sem nefnist Á Gráu Svæði er framlag Hönnunarsafnsins á hátíð íslenskrar hönnunar, HönnunarMars.  Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands opnaði sýninguna í safninu að viðstöddu fjölmenni.

 

Hrafnhildur Arnardóttir er myndlistarmaður og hefur búið í New York síðustu  17 árin þar sem hún hefur skapað sér nafn fyrir innsetningar sínar úr hári og ýmsa fylgihluti og fatnað sem hún hefur hannað í samstarfi við listamenn, hönnuði og stílista. Nýlega hlaut Hrafnhildur Norrænu textílverðlaunin sem verða afhent í Svíþjóð síðar á þessu ári.

 

Sýningin í safninu er haldin í innri sal safnsins að Garðatorgi 1 og stendur til 29. maí nk.  Sjá upplýsingar um sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is. Á höfuðborgarsvæðinu er fjölbreytt dagskrá í boði og margar áhugaverðar sýningar, fyrirlestrar og uppákomur í tengslum við HönnunarMars sem stendur yfir dagana 24. - 27. mars nk.  Sjá dagskrá HönnunarMars hér.