25. mar. 2011

Hönnunarsafnið á Rás 1

Þátturinn Samfélagið í nærmynd á Rás 1 í Útvarpinu var sendur út frá Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í morgun.
  • Séð yfir Garðabæ

Þátturinn Samfélagið í nærmynd á Rás 1 í Útvarpinu var sendur út frá Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi í morgun. Umfjöllunarefnið var HönnunarMars en Hönnunarsafn Íslands tekur þátt í honum með sýningunni Á gráu svæði. Einn af viðmælendum þáttarins var Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður safnsins sem sagði frá starfsemi þess og aðstöðunni á Garðatorgi.

Sýningin Á gráu svæði er haldin í innri sal safnsins að Garðatorgi 1 og stendur til 29. maí nk.  

Hér er hægt að hlusta á Samfélagið í nærmynd frá því í morgun.